Heidelberg á Íslandi hefur hug á að reisa verksmiðju og höfn á iðnaðarsvæðinu vestan við Þorlákshöfn og hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.
Starfseminni fylgja um 80 vel launuð störf og allt að 80 afleidd störf, umtalsverðar tekjur fyrir sveitarfélagið í formi fasteignagjalda, gatnagerðargjalda og útsvars auk þess sem sveitarfélagið mun eignast höfnina sem reist verður. Ástæða þess að Þorlákshöfn hentar vel eru staðsetning, öflugir innviðir, mikill mannauður og góðir hafnarkostir auk þess sem mikið magn móbergs er að finna á nálægum svæðum.
Íbúakosning um áframhald áformanna hefst 25. nóvember nk. og stendur til og með 9. desember. Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins og verður opið alla virka daga á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins. Á kjördegi Alþingiskosninga þann 30. nóvember nk. gefst kjósendum tækifæri til að greiða atkvæði um málið á kjörstað.
Ástæða þess að svæðið hentar vel eru staðsetning þess, öflugir innviðir, mikill mannauður og góðir hafnarkostir. Að auki er mikið magn móbergs að finna á nálægum svæðum, bæði í sjó og á landi.
Starfseminni fylgja fjölbreytt og vel launuð störf og umtalsverð efnahagsleg áhrif. Áætlanir gera ráð fyrir að beinar tekjur sveitarfélagsins af starfseminni verði um 300-500 milljónir króna á ári í formi fasteignagjalda, gatnagerðargjalda og útsvars en það eru nærri 20% af tekjum sveitarfélagsins árið 2023. Fjárfestingin mun einnig skila miklum efnahagslegum ávinningi fyrir samfélagið á uppbyggingartímanum, m.a. í formi aðkeyptrar vinnu. Þá er heildarfjárfesting áætluð um 90 milljarðar króna, þar af um 12 milljarðar króna í nýrri höfn sem sveitarfélagið mun eignast þegar stofnkostnaður hennar hefur verið greiddur upp. Ennfremur skapar starfsemin 80 vel launuð störf, bæði almenn og sérfræðistörf. Þar má nefna störf fyrir rafvirkja, vélfræðinga, verkfræðinga, tæknimenntað fólk og starfsfólk í rekstri tækjabúnaðar auk bílstjóra og áhafna á dæluskip. Þá skapar starfsemin að auki allt að 80 óbein störf samkvæmt úttekt KPMG en það eru störf sem verða til í nærumhverfinu vegna starfseminnar.
Verkefnið er í raun gríðarstórt loftslagsverkefni. Talið er að rekja megi allt að 8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu til sementsiðnaðar. Steinsteypan, sem inniheldur meðal annars sement, er algengasta byggingarefni í heiminum og nauðsynlegt í allar stærri byggingar og samgöngumannvirki. Með því að blanda móbergi við sement má draga úr losun koltvísýrings í sementsiðnaði um allt að 20-25%. Verkefnið í Þorlákshöfn er liður í þessu og í þeim áformum Heidelberg Materials að minnka kolefnisspor sementsframleiðslu sinnar til muna. Notkun sements og vinnsla þess með endurnýjanlegri orku á Íslandi myndi draga úr loftslagsáhrifum sementsframleiðslunnar í magni sem fá fordæmi eru fyrir í greininni. Þannig yrði mikilvæg atvinnugrein færð nær sjálfbærri framleiðslu. Með framleiðslunni í Þorlákshöfn er áætlað að hægt sé að draga úr losun koltvísýrings um ríflega 1 milljón tonna á ári – sem er meira en allur íslenski bílaflotinn losar árlega.
Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum starfseminnar á loftgæði, mögulega rykmengun, hljóðmengun og titring. Samkvæmt niðurstöðum þeirra eru engin teljandi ryk-, hljóð- eða lyktkarmengun af starfseminni og má því til stuðnings m.a. benda á niðurstöður álits Skipulagsstofnunar á umhverfismati verksmiðjunnar þar sem þar sem megin áhrif á umhverfi eru talin vera ásýnd mannvirkja. Auk þess muni starfsemi þeirra fyrirtækja sem fyrirhuguð er á svæðinu í heild valda talsverðum samlegðaráhrifum á grunnvatnsnotkun og umferð að og frá svæðinu. Kolefnisspor verksmiðjunnar verður nær eingöngu vegna aksturs og skipaflutninga.
Meirihluti móbergsins, eða um 2/3 hlutar þess, er sótt í sjó en gríðarlegt magn móbergs er að finna á landgrunninu undan Suðurlandi. Áætlað er að á 30 árum verði allt að 80 milljónir rúmmetra af móbergi sótt með þessum hætti í sjó en til samanburðar er áætlað að um 140 milljónir rúmmetra hafi fallið til sjávar í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Umhverfismat á þessari efnistöku stendur yfir en ljóst er að slík vinnsla fengi ekki tilskilin leyfi ef talið væri að hún hefði mikil og neikvæð áhrif á hrygningarstöðvar. Til upplýsingar og samanburðar yrði árlegt vinnslusvæði 0,5 km2 en hrygningarsvæði undan suður- og vesturströnd landsins er um 16.000 km2. Annað móberg, eða um þriðjungur þess, verður sótt í námu í Litla-Sandfelli í Þrengslum og flutt þaðan í lokuðum bílum að verksmiðjunni.
Eftir að breytingar voru gerðar á efnistöku verður umferðin aðeins 1/6 af því sem upphaflega var áætlað. Áæltuð umferðaraukning á vegkaflanum frá námunni í Þrengslum og að fyrsta hringtorgi við Þorlákshöfn er um 5%. Það er svipuð umferð og er frá námunni í Lambafelli og suður til Reykjavíkur. Frá verksmiðjunni verður allt efni lestað beint á skip svo ekki er um neina efnisflutninga að ræða frá verksmiðjunni. Til að viðhalda umferðarflæði og auka umferðaröryggi verða nýjar að- og fráreinar gerðar, bæði við verksmiðjuna og námuna og vinnur Heidelberg að því í samstarfi við Vegagerðina og sveitarfélagið að skilgreina nauðsynlegar bætur á þessum þáttum.
Niðurstaða nýafstaðinnar íbúakosningar í Ölfusi er vissulega vonbrigði. Umræðan um verkefnið var mikil, bæði innan…
Í tilefni af því að framundan er íbúakosning um fyrirhugaða starfsemi Heidelberg á iðnaðarsvæðinu fyrir…
Íbúakosning um áform Heidelberg fer fram þann 30. nóvember nk., samhliða alþingiskosningum. Kosningin snýr að…
Fyrirtækinu KPMG var falið að meta efnahagsleg áhrif sveitarfélagsins Ölfuss af fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg og…
Heidelberg þakkar þeim sem mættu á íbúafundinn kærlega fyrir komuna og fjölbreyttar og góðar spurningar.…
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu um umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelberg í Ölfusi. Heidelberg á…
Fimmti íbúafundur Heidelberg Materials og sá síðasti fyrir íbúakosningu verður haldinn þriðjudaginn 21. maí nk.,…
Heidelberg Materials býður til íbúafundar í Versölum, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 11. apríl næstkomandi kl 20. Erindi…
Kæru fundargestir. Takk fyrir komuna, góðan fund og uppbyggilegar spurningar á þriðja íbúafundinum okkar í…
Kæru fundargestir. Heidelberg Materials þakkar kærlega fyrir góða mætingu á íbúafundinn sem haldinn var í…
Nýr fundartími íbúafundar, sem Heidelberg Materials ætlar að halda, er þriðjudagurinn 29. ágúst, kl. 20.…
Uppfært: Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta fyrirhugugðum íbúafundi til loka ágústmánaðar. Ákvörðunin er tekin…
Heidelberg Materials hefur nú til skoðunar hvort mögulegt og fýsilegt sé að reisa mölunarverksmiðju sem…
Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar…
Hvað er Heidelberg Materials?
Heidelberg Materials er einn stærsti framleiðandi byggingarefna í heiminum og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Fyrirtækið, sem upphaflega var þýskt, er nú fjölþjóðlegt með starfsemi í mörgum löndum. Það er einnig meirihlutaeigandi í Hornsteini, íslensku eignarhaldsfélagi, sem á og rekur þrjú dótturfélög sem öll eiga sér rótgróna sögu á Íslandi; BM Vallá, Sementsverksmiðjuna og Björgun.
Hvers vegna er Heidelberg með þessi áform?
Markmið Heidelberg er að verða leiðandi á heimsvísu varðandi sjálfbær byggingarefni. Sementsiðnaðurinn ber ábyrgð á um 8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu. Vegna þessa er það eitt af meginmarkmiðum Heidelberg Materials, að minnka kolefnisfótspor sitt og neikvæð áhrif af sementsframleiðslu. Verkefnið við Þorlákshöfn er liður í þeirri áætlun fyrirtækisins að draga verulega úr kolefnislosun í byggingariðnaði og færa þannig mikilvæga atvinnugrein nær sjálfbærri framleiðslu. En steinsteypan sem inniheldur m.a. sement, er okkur nauðsynleg í öll stærri mannvirki. Notkun móbergs í sementsframleiðslu og vinnsla þess með endurnýjanlegri orku á Íslandi myndi draga úr loftslagsáhrifum sementsframleiðslunnar í magni sem fá fordæmi eru fyrir í greininni.
Hversu mikið minnkar kolefnisfótspor sementsframleiðslu með því að nota móberg í framleiðsluna?
Áætlað er að kolefnissporið minnki um 20-25%. Segja má að það sé miðlungsmarkmið en stefnt er að enn hærra staðgönguhlutfalli en til þess þarf frekari vöruþróun og innleiðingu á nýjum vörum. Hvert skref í átt að lægra kolefnisfótspori sementsins er skref í rétta átt. Lækkun um 20-25% er gott skref fram á við og með áframhaldandi rannsóknum og aukinni notkun á efninu getur hærra staðgönguhlutfall orðið möguleiki.
Er sement nauðsynlegt fyrir byggingariðnaðinn?
Sementsframleiðsla er og verður mikilvæg fyrir byggingariðnað nútímans um ókomin ár. Líklega verður í framtíðinni hægt að nota meira af öðrum efnum í sumum greinum byggingariðnaðarins en sement er algjörlega nauðsynlegt í ýmsum mannvirkjum og verður svo um mörg ókomin ár.
Hefur malað móberg þegar verið notað í sementsframleiðslu?
Móberg, sem er náttúrulegt pozzolan efni (eldfjallaefni), hefur lengi verið notað sem íblöndunarefni í sementsframleiðslu. Efnið er nú þegar hluti af evrópska sementsstaðlinum EN 197-1.
Hvert verður malaða móbergið flutt?
Fyrst og fremst til áfangastaða í Norður-Evrópu, til Noregs og Svíþjóðar, en mögulega einnig til Belgíu, Hollands, Frakklands, Bretlands og/eða Þýskalands.
Hversu mikil skipaumferð verður um Þorlákshöfn þegar verksmiðjan er komin í notkun?
Áætlanir gera ráð fyrir að á fyrsta byggingarstigi verði um 1 milljón tonna flutt, en það gerir um 30-50 skipaferðir á ári, eða um það bil 1 skip á viku. Síðar er gert ráð fyrir um 1,5 milljón tonna. Þessi tala gæti hækkað enn frekar með stækkun verksmiðjunnar.
Er þetta íslenskt verkefni?
Þetta er Heidelberg Materials, sem er alþjóðlegt fyrirtæki með þýskan uppruna og mun fyrirtækið reka verksmiðjuna. Aftur á móti verður starfsemi verksmiðjunnar á Íslandi sem þýðir að gjöld og skattar verða greiddir hér á landi. Hugmyndin er að drjúgur hluti af faglegri þjónustu verði frá innlendum vinnumarkaði/innlendu vinnuafli.
Hvernig munu sveitarfélagið og ríkið fá tekjur af verkefninu?
Sveitarfélagið Ölfus fær tekjur af starfseminni með fasteignagjöldum, gatnagerðargjöldum og útsvari, og mun síðar meir eignast höfnina sem reist verður – með tilheyrandi tekjumöguleikum. Auk þess skapar verkefnið 80 ný störf og um 80 afleidd störf sem leitt getur til þess að íbúum fjölgi í bænum. Það myndi þýða auknar tekjur fyrir Ölfus. Þá verða íslenska ríkinu að sjálfsögðu greiddir skattar og gjöld eins og lög og reglur gera ráð fyrir.
Hvernig gagnast þetta verkefni samfélaginu í Þorlákshöfn?
Auk þess að skapa aukna atvinnu og atvinnutækifæri og skapa tekjur fyrir sveitarfélagið, mun verkefnið stuðla að aðlaðandi atvinnulífi og uppbyggingu sveitarfélagsins sem og nýrrar hafnar. Heidelberg Materials mun einnig – eins og það hefur alltaf gert – vinna eftir samfélagsáætlun þar sem fyrirtækið styrkir ýmsa íþrótta-, tómstunda- og menningarviðburði sem og ákveðin frumkvöðlaverkefni.
Hversu lengi munu námurnar endast og hvað gerist þegar námurnar tæmast?
Jarðfræðirannsóknir standa enn yfir og er því ekki hægt að svara þessu endanlega að svo stöddu. Að öllu jöfnu þarf jarðefnaforða til nokkurra áratuga sem grunn til að fjárfesta. Rannsókn á öðrum/nýjum auðlindum verður haldið áfram eftir að rekstur hefst með það að markmiði að tryggja stöðugar hráefnisbirgðir til verksmiðjunnar um ókomin ár. Áætlanir um eftirnýtingu námanna (t.d. sem frístundasvæði), ef/þegar þær tæmast, verða lagðar fram löngu fyrir lokun á námunum og eru þær áætlanir háðar samþykki sveitarfélagsins.
Verður tekið tillit til umhverfis og hagsmuna íbúa við hönnun verksmiðjunnar og svæðisins í kring?
Ríkur vilji er til að vinna verkefnið að því marki sem hægt er í samráði við nærsamfélagið. Hönnun verksmiðju af þessu tagi gerir ýmsar kröfur um t.d. öryggi og stærð en það er vilji og markmið Heidelberg að taka þátt í virku samtali við íbúa um hönnun svæðisins og hvernig starfsemin komi samfélaginu að sem mestu gagni. Liður í því er m.a. að standa að kynningum á áformum og hönnun sem og kalla eftir áliti tengdra aðila. Þar að auki, að kalla eftir hugmyndum um aukna nýtingarmöguleika húsa og lóða á borð við útsýnispall, skreytingar bygginga, tengingar við útivistarsvæði og fleira.
Hver eru tengsl Hornsteins við verkefnið?
Heidelberg Materials á Íslandi og Hornsteinn eru systurfyrirtæki sem bæði eru starfrækt á Íslandi. Heidelberg Materials er eini eigandi HPM og meirihlutaeigandi í Hornsteini. Forstjóri Hornsteins, Þorsteinn Víglundsson, hefur unnið með Heidelberg Materials að verkefninu og verið talsmaður þess á Íslandi.
Hefur starfsemin áhrif á lífríki í sjónum?
Fram kemur í umhverfismati Skipulagsstofnunar að áhrif vegna uppbyggingar og reksturs verksmiðjunnar eru talin hafa óveruleg áhrif á lífríki í sjó og fjöru.
Mun Heidelberg sjá um niðurrif verksmiðjunnar
ef/þegar rekstri hennar verður hætt?
Sérhverri verksmiðju er lokað í samræmi við reglugerðarkröfur og í samræðum við helstu hagsmunaaðila. Sem dæmi um þetta má nefna að þegar Sementsversmiðjan á Akranesi hætti framleiðslu árið 2013 var gerður samningur við sveitarfélög um landflutning og niðurrif mannvirkja. Fyrrum verksmiðjusvæði á Akranesi hefur nú verið endurskipulagt sem íbúðahverfi.
Verður mengun vegna móbergsvinnslunnar?
Móbergsvinnsla er ekki mengandi í eðli sínu. Móberg er hreint, náttúrulegt efni sem fyrirfinnst í umhverfi bæjarins. Vinnslan sjálf er mölun á því og fer fram í lokuðu rými svo að ekki skapast hætta á foki. Byggingar verksmiðjunnar hafa sjónræn áhrif en að öðru leyti mun starfsemin ekki hafa hljóð- eða lyktarmengun eða önnur neikvæð hliðaráhrif á daglegt líf bæjarbúa, líkt og ítarlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið, sýna.
Hvaða efnahagslegu áhrif mun reksturinn hafa á Þorlákshöfn?
Vegna stærðar verkefnisins fyrir Þorlákshöfn er fyrirséð að verkefnið mun hafa mjög mikil jákvæð efnahagsleg áhrif á bæjarfélagið. Atvinnusköpun og afleidd störf munu auka mjög atvinnumöguleika bæjarbúa og tekjur sveitarfélagsins. Áætlanir gera ráð fyrir að árlegar tekjur sveitarfélagsins verði á bilinu 300-500 milljónir króna og eru þær í formi fasteignagjalda, gatnagerðargjalda og útsvars en það eru um 20% af tekjum sveitarfélagsins árið 2023.
Mun Heidelberg Materials nota efni bæði frá Litla-Sandfelli og síðan Lambafelli eða jafnvel frá fleiri námum í grenndinni?
Enn á eftir að rannsaka þetta til hlítar og taka ákvörðun um framhaldið. Miðað við það sem vitað er nú, mun starfsemin líklega nota efni úr báðum námum, þegar verksmiðjan verður tekin í notkun, og líklegt er að stærri hlutinn komi frá Litla-Sandfelli. Verið er að ljúka athugun á umhverfisáhrifum fyrir Litla-Sandfell en fyrir námuna í Lambafelli liggur nú þegar fyrir samþykkt umhverfismat ásamt öllum tilheyrandi leyfum.
Hvernig og hversu mörg störf munu fylgja starfseminni?
Starfseminni fylgja 80 vel launuð störf, bæði almenn og sérfræðistörf. Þar má nefna störf fyrir rafvirkja, vélfræðinga, verkfræðinga, tæknimenntað fólk og starfsfólk í rekstri tækjabúnaðar auk bílstjóra og áhafna á dæluskip. Þá skapar starfsemin að auki allt að 80 óbein störf samkvæmt úttekt KPMG en það eru störf sem verða til í nærumhverfinu vegna starfseminnar.
Hefur uppdæling efnis við Landeyjarhöfn neikvæð áhrif á fiskistofna?
Umhverfismat á fyrirhugaðri vinnslu stendur yfir. Ljóst er að slík vinnsla fengi ekki tilskilin leyfi ef talið væri að hún hefði mikil og neikvæð áhrif á hrygningarstöðvar. Heidelberg telur engar líkur á því og bendir í því samhengi á að á því svæði sem til umræðu er þá verður heimilt vinnslusvæði Heidelberg samtals 28 km2 en árlega væri aðeins unnið á um 0,5% km2 svæði (það er 0,5 km x 0,5 km að stærð) en til samanburðar eru hrygningarsvæðið undan suðurströnd landsins um 16.000 km2 aðstærð. Sem þýðir að árlegt vinnslusvæði er aðeins um 0,003% af hryggningarsvæðinu.
Hvert í sjó er efnið sótt og hvers vegna er ekki allt efnið tekið þaðan?
Leyfilegt vinnslusvæði er undan ströndum suðurlands, nálægt Markarfljótsósum en þar má finna mikið magn móbergs á um 20-40 metra dýpi. Betra er að blanda saman sjávarefni og landefni til að tryggja stöðugt hráefni allan veturinn en vinnsla sjávarnáma yfir hávetur er erfið sökum veðurs.
Hvað fylgir mikil skipaumferð við Þorlákshöfn vegna starfseminnar?
Gert er ráð fyrir 1-2 skipum á viku til að sækja efni til útflutnings auk 5-7 ferða smærri skipa við löndun á sjávarefni, á viku.