Móbergsvinnsla á Íslandi

Heidelberg hefur hug á að reisa verksmiðju á Íslandi til að hefja framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement í þeim tilgangi að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.

Starfseminni munu fylgja um 80 vel launuð störf, allt að 80 afleidd störf og umtalsverðar tekjur fyrir ríki og það sveitarfélag þar sem starfsemin verður, svo sem í formi fasteignagjalda, gatnagerðargjalda og útsvars.

Kort sem sýnir námuna Litla-Sandfell

Staðsetning

Hvers vegna stendur þetta til? 

Verkefnið er í raun gríðarstórt loftslagsverkefni. Talið er að rekja megi allt að 8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu til sementsiðnaðar. Steinsteypan, sem inniheldur meðal annars sement, er algengasta byggingarefni í heiminum og nauðsynlegt í allar stærri byggingar og samgöngumannvirki. Með því að blanda móbergi við sement má draga úr losun koltvísýrings í sementsiðnaði um allt að 20-25%. Verkefnið í Þorlákshöfn er liður í þessu og  í þeim áformum Heidelberg Materials að minnka kolefnisspor sementsframleiðslu sinnar til muna. Notkun sements og vinnsla þess með endurnýjanlegri orku á Íslandi myndi draga úr loftslagsáhrifum sementsframleiðslunnar í magni sem fá fordæmi eru fyrir í greininni. Þannig yrði mikilvæg atvinnugrein færð nær sjálfbærri framleiðslu. Með framleiðslunni á Íslandi er áætlað að hægt sé að draga úr losun koltvísýrings um ríflega 1 milljón tonna á ári – sem er meira en allur íslenski bílaflotinn losar árlega.

 

Afstöðumynd. Ný höfn og verksmiðjubyggingar.

Er mengun af starfseminni? 

Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum starfseminnar á loftgæði, mögulega rykmengun, hljóðmengun og titring. Samkvæmt niðurstöðum þeirra eru engin teljandi ryk-, hljóð- eða lyktkarmengun af starfseminni og titringur mælist ekki og má því til stuðnings m.a. benda á niðurstöður álits Skipulagsstofnunar á umhverfismati verksmiðjunnar þar sem  þar sem megin áhrif á umhverfi eru talin vera ásýnd mannvirkja. Kolefnisspor verksmiðjunnar verður nær eingöngu vegna aksturs og skipaflutninga.

Hvað er Heidelberg Materials? 

plus

Heidelberg Materials er einn stærsti framleiðandi byggingarefna í heiminum og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Fyrirtækið, sem upphaflega var þýskt, er nú fjölþjóðlegt með starfsemi í mörgum löndum. Það er einnig meirihlutaeigandi í Hornsteini, íslensku eignarhaldsfélagi, sem á og rekur þrjú dótturfélög sem öll eiga sér rótgróna sögu á Íslandi; BM Vallá, Sementsverksmiðjuna og Björgun.  

Hvers vegna er Heidelberg með þessi áform? 

plus

Markmið Heidelberg er að verða leiðandi á heimsvísu varðandi sjálfbær byggingarefni. Sementsiðnaðurinn ber ábyrgð á um 8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu. Vegna þessa er það eitt af meginmarkmiðum Heidelberg Materials, að minnka kolefnisfótspor sitt og neikvæð áhrif af sementsframleiðslu. Verkefnið á Íslandi er liður í þeirri áætlun fyrirtækisins að draga verulega úr kolefnislosun í byggingariðnaði og færa þannig mikilvæga atvinnugrein nær sjálfbærri framleiðslu. En steinsteypan sem inniheldur m.a. sement, er okkur nauðsynleg í öll stærri mannvirki. Notkun móbergs í sementsframleiðslu og vinnsla þess með endurnýjanlegri orku á Íslandi myndi draga úr loftslagsáhrifum sementsframleiðslunnar í magni sem fá fordæmi eru fyrir í greininni. 

Hversu mikið minnkar kolefnisfótspor sementsframleiðslu með því að nota móberg í framleiðsluna?  

plus

Áætlað er að kolefnissporið minnki um 20-25%. Segja má að það sé miðlungsmarkmið en stefnt er að enn hærra staðgönguhlutfalli en til þess þarf frekari vöruþróun og innleiðingu á nýjum vörum. Hvert skref í átt að lægra kolefnisfótspori sementsins er skref í rétta átt. Lækkun um 20-25% er gott skref fram á við og með áframhaldandi rannsóknum og aukinni notkun á efninu getur hærra staðgönguhlutfall orðið möguleiki.  

Er sement nauðsynlegt fyrir byggingariðnaðinn? 

plus

Sementsframleiðsla er og verður mikilvæg fyrir byggingariðnað nútímans um ókomin ár. Líklega verður í framtíðinni hægt að nota meira af öðrum efnum í sumum greinum byggingariðnaðarins en sement er algjörlega nauðsynlegt í ýmsum mannvirkjum og verður svo um mörg ókomin ár. 

Hefur malað móberg þegar verið notað í sementsframleiðslu? 

plus

Móberg, sem er náttúrulegt pozzolan efni (eldfjallaefni), hefur lengi verið notað sem íblöndunarefni í sementsframleiðslu. Efnið er nú þegar hluti af evrópska sementsstaðlinum EN 197-1. 

Hvert verður malaða móbergið flutt? 

plus

Fyrst og fremst til áfangastaða í Norður-Evrópu, til Noregs og Svíþjóðar, en mögulega einnig til Belgíu, Hollands, Frakklands, Bretlands og/eða Þýskalands. 

Er þetta íslenskt verkefni? 

plus

Fyrirtækið sem rekið verður hér á landi verður íslenskt, íslenska kennitölu og greiðir skatta og gjöld hér á landi samkvæmt því. Félagið verður hins vegar í eigu Heidelberg Materials sem er alþjóðlegt fyrirtæki með þýskan uppruna. 

Hvernig munu sveitarfélagið og ríkið fá tekjur af verkefninu?  

plus

Ríki og sveitarfélög munu fá tekjur af starfseminni í formi skatta og gjalda, svo sem í gegnum fasteignagjöld og gatnagerðargjöld. Einnig skapar starfsemin fjölmörg störf, bæði bein og óbein, sem geta skapað tekjur fyrir sveitarfélagið í formi útsvars o.fl. 

Verður mengun við móbergsvinnslu? 

plus

Móberg er hreint, náttúrulegt efni og vinnsla þess í eðli sínu ekki mengandi. Vinnslan fer fram í lokuðu rými svo ekki er hætta á foki en í vinnslunni felst að mala efnið niður í fínni afurð. Byggingar verksmiðjunnar munu hafa sjónræn áhrif en að öðru leyti einskorðast mengun af starfseminni við bíla- og skipaumferð vegna hennar. Enginn titringur eða teljandi hljóð-, lyktar- eða rykmengun fylgir starfseminni samkvæmt ítarlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið. 

Hvernig og hversu mörg störf munu fylgja starfseminni? 

plus

Starfseminni fylgja um 80 vel launuð störf, bæði almenn og sérfræðistörf. Þar má nefna störf fyrir rafvirkja, vélfræðinga, verkfræðinga, tæknimenntað fólk og starfsfólk í rekstri tækjabúnaðar auk bílstjóra og áhafna á dæluskip. Þá gera áætlanir ráð fyrir að starfsemin skapi að auki allt að 80 óbein störf sem verða til í nærumhverfinu vegna starfseminnar. 

Þessi vefsíða notar vafrakökur.