Hversu lengi munu námurnar endast og hvað gerist þegar námurnar tæmast?
Jarðfræðirannsóknir standa enn yfir og er því ekki hægt að svara þessu endanlega að svo stöddu. Að öllu jöfnu þarf jarðefnaforða til nokkurra áratuga sem grunn til að fjárfesta. Rannsókn á öðrum/nýjum auðlindum verður haldið áfram eftir að rekstur hefst með það að markmiði að tryggja stöðugar hráefnisbirgðir til verksmiðjunnar um ókomin ár. Áætlanir um eftirnýtingu námanna (t.d. sem frístundasvæði), ef/þegar þær tæmast, verða lagðar fram löngu fyrir lokun á námunum og eru þær áætlanir háðar samþykki sveitarfélagsins.