Fréttir

Heidelberg þakkar þeim sem mættu á íbúafundinn kærlega fyrir komuna og fjölbreyttar og góðar spurningar. Hér fyrir neðan má nálgast kynningar fundarins: Kynning Sigríðar Óskar Bjarnadóttur á móbergsvinnslu og loftslaginu. Kynning Rúnars Dýrmundar Bjarnasonar á Umhverfismati Kynning Þorsteins Víglundssonar Kynning Bjarka Þórs Valberg á skipulagsáætlun

Heidelberg á Íslandi vill taka fram að fyrirhugaður íbúafundur þann 21. maí nk. mun fara fram á settum tíma þrátt fyrir að íbúakosningu sem fyrirhuguð var þann 1. júní hafi verið frestað af hálfu bæjaryfirvalda. Á fundinum verður farið heildstætt yfir endanleg drög að áformum félagsins um móbergsvinnslu í grennd við Þorlákshöfn. Hönnunardrög að verksmiðjunni […]

Skipulagsstofnun hefur skilað áliti sínu um umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelberg í Ölfusi. Heidelberg á Íslandi lagði fram umhverfismatsskýrsluna í október síðastliðnum en hún var svo auglýst í desember. Skýrslan var til kynningar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar auk þess sem stofnunin leitaði álits hjá ýmsum aðilum. Umhverfismatsskýrslan uppfyllir að mati stofnunarinnar öll skilyrði laga um umhverfismat […]

Fimmti íbúafundur Heidelberg Materials og sá síðasti fyrir íbúakosningu verður haldinn þriðjudaginn 21. maí nk., kl. 20 í Versölum, í Þorlákshöfn. Erindi fundarins er að fara heildstætt yfir endanleg drög að áformum félagsins um móbergsvinnslu í grennd við Þorlákshöfn, þar með taldið þær breytingar sem hafa orðið á verkefninu en íbúakosning fer fram samhliða forsetakosningunum […]

Heidelberg Materials býður til íbúafundar í Versölum, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 11. apríl næstkomandi kl 20. Erindi fundarins kynning á fyrirhugaðri móbergsvinnslu félagsins við Þorlákshöfn. Fyrirhugað er að boðið verði til annars fundar síðar í vor þar sem endanleg drög að verkefninu verða kynnt í aðdraganda íbúakosningar sem fram fer samhliða forsetakosningum í júní. Fundurinn verður líkt […]

Kæru fundargestir. Takk fyrir komuna, góðan fund og uppbyggilegar spurningar á þriðja íbúafundinum okkar í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má finna kynningarnar sem farið var yfir á fundinum. Næsti fundur okkar verður haldinn fljótlega og þá verður tillaga til breytinga á skipulagi kynnt sérstaklega. Fyrir hönd Heidelberg Materials, Þorsteinn Víglundsson Heidelberg-Materials-Kynning-jan-2024-1.pdf Umhverfismat-Molunarverksmidja-kynning-jan-2024-1.pdf  

Heidelberg Materials boðar til íbúafundar 23. janúar nk. kl. 20. Aðalerindi þessa íbúafundar er að fara yfir Umhverfimatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar móbergsvinnslu. Þá verður einnig farið yfir skipulagsauglýsingu fyrir svæðið sem til stendur að reisa vinnsluna á og lögð hefur verið fram og samþykkt af Skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Fundurinn verður líkt og fyrri fundir í Versölum í […]

Kæru fundargestir. Heidelberg Materials þakkar kærlega fyrir góða mætingu á íbúafundinn sem haldinn var í Versölum, 29. ágúst sl., sem og þær fjölmörgu og góðu spurningar sem fram komu. Það er einlægur vilji fyrirtækisins að eiga í samtali við íbúa Þorlákshafnar og annað nærsamfélag og því mjög þakkarvert að eiga samtöl sem þau sem átt […]

Nýr fundartími íbúafundar, sem Heidelberg Materials ætlar að halda, er þriðjudagurinn 29. ágúst, kl. 20. Fyrri fundi var frestað eftir að ábendingar bárust um að hápunktur sumarleyfa stæði þá yfir og að það drægi úr aðsókn. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðuna á áformum fyrirtækisins um að hefja móbergsvinnslu í sveitarfélaginu og framkvæmdir henni […]

Uppfært: Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta fyrirhugugðum íbúafundi til loka ágústmánaðar. Ákvörðunin er tekin til þess að sem flest geti mætt á fundinn. Nákvæm dagsetning verður auglýst um leið og hún liggur fyrir. Fyrri frétt: Íbúafundur 25. júlí kl. 20 Heidelberg Materials boðar til íbúafundar í Versölum, Þorlákshöfn til að fara yfir stöðuna á […]

Þessi vefsíða notar vafrakökur.