Íbúafundur – nýr fundartími

Nýr fundartími íbúafundar, sem Heidelberg Materials ætlar að halda, er þriðjudagurinn 29. ágúst, kl. 20. Fyrri fundi var frestað eftir að ábendingar bárust um að hápunktur sumarleyfa stæði þá yfir og að það drægi úr aðsókn. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðuna á áformum fyrirtækisins um að hefja móbergsvinnslu í sveitarfélaginu og framkvæmdir henni tengdar, þá sérstaklega hugmynd að nýrri staðsetningu vinnslunnar.

Fundurinn verður haldinn í Versölum, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn.

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi, stýrir fundinum.

Þessi vefsíða notar vafrakökur.