Íbúafundur þriðjudaginn 23. janúar kl. 20

Heidelberg Materials boðar til íbúafundar 23. janúar nk. kl. 20.

Aðalerindi þessa íbúafundar er að fara yfir Umhverfimatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar móbergsvinnslu. Þá verður einnig farið yfir skipulagsauglýsingu fyrir svæðið sem til stendur að reisa vinnsluna á og lögð hefur verið fram og samþykkt af Skipulagsnefnd sveitarfélagsins.

Fundurinn verður líkt og fyrri fundir í Versölum í Þorlákshöfn og það er Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi, sem stýrir fundinum.

Á eftirfarandi vefslóðum má finna frekari gögn:

Umhverfismatsskýrsla: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1084

Skipulagslýsing: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/1061

 

Þessi vefsíða notar vafrakökur.