Verður tekið tillit til umhverfis og hagsmuna íbúa við hönnun verksmiðjunnar og svæðisins í kring?
Ríkur vilji er til að vinna verkefnið að því marki sem hægt er í samráði við nærsamfélagið. Hönnun verksmiðju af þessu tagi gerir ýmsar kröfur um t.d. öryggi og stærð en það er vilji og markmið Heidelberg að taka þátt í virku samtali við íbúa um hönnun svæðisins og hvernig starfsemin komi samfélaginu að sem mestu gagni. Liður í því er m.a. að standa að kynningum á áformum og hönnun sem og kalla eftir áliti tengdra aðila. Þar að auki, að kalla eftir hugmyndum um aukna nýtingarmöguleika húsa og lóða á borð við útsýnispall, skreytingar bygginga, tengingar við útivistarsvæði og fleira.