Niðurstaða nýafstaðinnar íbúakosningar í Ölfusi er vissulega vonbrigði. Umræðan um verkefnið var mikil, bæði innan sveitarfélagsins og á landsvísu og ekki alltaf gagnleg eða á málefnalegum forsendum. Niðurstaðan liggur nú fyrir og við þökkum íbúum sveitarfélagsins kærlega fyrir góð samskipti undanfarin misseri. Heidelberg unir að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. Ljóst er að nú þarf að finna […]
Hér má nálgast streymi af íbúafundinum sem við héldum í gær, 27. nóvember. Auk Þorsteins Víglundsonar töluðu þau Børge Johannes Wigum, Sigríður Ósk Bjarnadóttir og Anna Bára Teitsdóttir starfsfólk Hornsteins og Heidelberg. Í kjölfarið voru umræður og spurningar úr sal. Horfðu á streymið hér
Ég vil þakka íbúum Þorlákshafnar og Ölfuss fyrir uppbyggilegt og umfram allt málefnalegt samtal á íbúafundinum í gær. Það sem einkenndi fundinn var upplýsingaleit og góðar spurningar sem ég vona að ég hafi getað svarað skilmerkilega til að gefa skýra mynd af þeim valkostum sem þið standið frammi fyrir. Undirbúningurinn verkefnisins hefur nú staðið í […]
Heil og sæl. Við minnum á fundinn í kvöld kl. 20 í Versölum. Við vonumst til að sjá sem flest og geta átt góða umræðu. Fyrir þau sem ekki komast þá er líka hægt að horfa á streymi: Streymi hér
Við minnum á íbúafundinn okkar á miðvikudaginn, 27. nóvember nk. kl. 20. Að vanda í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss. Nákvæm dagskrá verður birt fljótlega en opið verður fyrir umræður og spurningar. Við vonumst til að sjá sem allra flest. Þorsteinn Víglundsson
Í tilefni af því að framundan er íbúakosning um fyrirhugaða starfsemi Heidelberg á iðnaðarsvæðinu fyrir utan Þorlákshöfn langar mig að fara í stuttu máli yfir helstu þætti sem til umræðu hafa verið. Hvers konar starfsemi verður þetta? Fyrirhuguð framleiðsla Heidelberg í Þorlákshöfn felst í þurrkun og mölun á íslensku móbergi til notkunar sem íauka í […]
Athygli er vakin á því að úttekt sem gerð var á áhrifum móbergsvinnslu Heidelberg á hljóðvist á svæðinu, loftmengun og titring ásamt áhættumati hafna liggur nú fyrir. Það voru fyrirtækin Cowie, Efla og Det Norske Veritas sem unnu úttektirnar. Hljóðvist, loftmengun og titringur er allt innan viðmiðunarmarka og teljast óveruleg. Þá er áhættan á olíuleka […]
Íbúakosning um áform Heidelberg fer fram þann 30. nóvember nk., samhliða alþingiskosningum. Kosningin snýr að áforum Heidelberg á Íslandi að reisa verksmiðju og höfn á iðnaðarsvæðinu vestan við Þorlákshöfn og hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi, til að blanda saman við sement í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings vegna sementsframleiðslu fyrirtækisins. Hægt er […]
Fyrirtækinu KPMG var falið að meta efnahagsleg áhrif sveitarfélagsins Ölfuss af fyrirhugaðri starfsemi Heidelberg og áætlað skattspor af starfseminni fyrir sveitarfélagið. Í greiningunni voru sérstaklega skoðaðar tekjur sveitarfélagsins af starfseminni; útsvarstekjur, fasteignagjöld og gatnagerðargjöld, mat á virði nýrrar hafnar og þau störf sem starfseminni myndu fylgja, bæði bein og óbein. Sambærileg greining hefur áður verið […]
Heidelberg þakkar þeim sem mættu á íbúafundinn kærlega fyrir komuna og fjölbreyttar og góðar spurningar. Hér fyrir neðan má nálgast kynningar fundarins: Kynning Sigríðar Óskar Bjarnadóttur á móbergsvinnslu og loftslaginu. Kynning Rúnars Dýrmundar Bjarnasonar á Umhverfismati Kynning Þorsteins Víglundssonar Kynning Bjarka Þórs Valberg á skipulagsáætlun