Heidelberg á Íslandi þakkar gott samtal við íbúa í Ölfusi

Niðurstaða nýafstaðinnar íbúakosningar í Ölfusi er vissulega vonbrigði. Umræðan um verkefnið var mikil, bæði innan sveitarfélagsins og á landsvísu og ekki alltaf gagnleg eða á málefnalegum forsendum. Niðurstaðan liggur nú fyrir og við þökkum íbúum sveitarfélagsins kærlega fyrir góð samskipti undanfarin misseri. Heidelberg unir að sjálfsögðu ákvörðun þeirra.

Ljóst er að nú þarf að finna vinnslunni nýja staðsetningu. Ýmsir kostir eru þar í stöðunni og næstu skref verða nú að rýna þá frekar.

Við viljum þakka íbúum og sveitastjórnarfólki í Ölfusi fyrir ánægjuleg kynni og gott samtal og óskum öllum gleðilegra hátíða og farsældar á komandi ári.

Fyrir hönd Heidelberg á Íslandi,

Þorsteinn Víglundsson

Þessi vefsíða notar vafrakökur.