Fimmti íbúafundur Heidelberg Materials og sá síðasti fyrir íbúakosningu verður haldinn þriðjudaginn 21. maí nk., kl. 20 í Versölum, í Þorlákshöfn.
Erindi fundarins er að fara heildstætt yfir endanleg drög að áformum félagsins um móbergsvinnslu í grennd við Þorlákshöfn, þar með taldið þær breytingar sem hafa orðið á verkefninu en íbúakosning fer fram samhliða forsetakosningunum 1. júní nk. þar sem íbúar kjósa um skipulagstillögur sem hafa áhrif á hvort af áformunum geti orðið eða ekki.
Dagskrá fundar
Kynning á skipulagstillögu – Bjarki Þórir Valberg
Áhrif móbergsvinnslu á loftslag – Sigríður Ósk Bjarnasdóttir
Kynning á verksmiðjunni og megin niðurstöðum mats á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum – Þorsteinn Víglundsson
Spurningar og svör
Við hvetjum öll til að mæta.