Íbúakosning samhliða alþingiskosningum
Íbúakosning um áform Heidelberg fer fram þann 30. nóvember nk., samhliða alþingiskosningum.
Kosningin snýr að áforum Heidelberg á Íslandi að reisa verksmiðju og höfn á iðnaðarsvæðinu vestan við Þorlákshöfn og hefja þar framleiðslu á möluðu móbergi, til að blanda saman við sement í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings vegna sementsframleiðslu fyrirtækisins.
Hægt er að kjósa um leið og í alþingiskosningum á kjörstað sem er í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss og verður hann opinn kl. 9-22 á kjördag. Allar nánari upplýsingar um rétt til þáttöku í íbúakosningu sem og um utankjörfundaratkvæðagreiðslu má finna hér. Þá hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla þann 25. nóvember nk. og stendur til og með 9. desember.
Við hvetjum öll til að kynna sér verkefnið vel og taka þátt í íbúakosningunni.
Heidelberg á Íslandi