Niðurstaða úttektar
Athygli er vakin á því að úttekt sem gerð var á áhrifum móbergsvinnslu Heidelberg á hljóðvist á svæðinu, loftmengun og titring ásamt áhættumati hafna liggur nú fyrir. Það voru fyrirtækin Cowie, Efla og Det Norske Veritas sem unnu úttektirnar.
Hljóðvist, loftmengun og titringur er allt innan viðmiðunarmarka og teljast óveruleg. Þá er áhættan á olíuleka metin sem fjarlæg en afleiðingar gætu verið alvarlegar. Olíulekavá er metin þannig að hún gæti orðið á um 11.806 ára fresti. Tíðni skipaslysa í svæðinu er talin mjög lág; áætlað er að slys geti orðið einu sinni á um 580 ára fresti.
Nánari upplýsingar um úttektina má finna hér
Heidelberg á Íslandi