Hvaða áhrif mun starfsemin hafa á umferð við Þorlákshöfn?

Fjallað er um umhverfisáhrif vegna flutninga um Þrengslaveg í umhverfismatsskýrslu fyrir efnistöku úr Litla-Sandfelli. Þar eru áhrif flutninganna á öryggi metin óverulega neikvæð. Ársdagsumferð á Þrengslavegi er 1900 ökutæki. Þar um fara í dag þung ökutæki, enda eru stórar námur staðsettar aðliggjandi veginum. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir efnistöku allt að 625.000 m3 á ári í Litla-Sandfelli, sem stefnt er að því nota að hluta fyrir mölunarverksmiðju. Stefnt er að því að þeir flutningar muni nema um 500.000 m3 efnis á ári þegar verksmiðjan er komin í fullan rekstur. Sé þeirri umferð skipt jafnt niður yfir árið, nemur það 112 ferðum (fram og til baka samtals) á dag. Slík umferð nemur um 6% heildarumferðar um Þrengslaveg á dag. Miðað við áform um rekstrarleyfi námunnar má búast við fleiri ferðum úr námunni á Þrengslavegi, óháð mölunarverksmiðju. Vegagerðin er nú þegar byrjuð að skoða vegabætur og nú þegar búið að bæta Þrengslaveg frá Þjóðvegi 1 að Litla-Sandfelli. Stefnt er að frekari vegabótum á þessum kafla til framtíðar sem passar vel við tímaáætlun þessa verkefnis.

Þessi vefsíða notar vafrakökur.