Hvar eru sjávarnámurnar og hvers vegna er ekki allt efnið tekið þaðan?
Sjávarnámurnar eru undan Markarfljótsósum og eru á 20-40 metra dýpi. Betra er að blanda saman sjávarefni og landefni til að tryggja stöðugt hráefni allan veturinn en vinnsla sjávarnáma yfir hávetur er erfið sökum veðurs.