Hvernig munu sveitarfélagið og ríkið fá tekjur af verkefninu?  

Verksmiðjan mun skapa u.þ.b. 70-90 störf. Við vonum að afleidd áhrif verði einnig mikil fyrir nærsamfélagið með auknum kaupum á vörum og þjónustu. Fyrirtækið greiðir að sjálfsögðu skatta og gjöld af starfseminni, bæði til sveitarfélagsins og hafnarinnar, auk þess sem verkefnið getur einnig leitt til þess að íbúum fjölgi í bænum sem myndi þýða aukna skatta til sveitarfélagsins. Íslenska ríkinu verða svo greiddir skattar og gjöld eins og lög og reglur gera ráð fyrir.  

Þessi vefsíða notar vafrakökur.