Hvers vegna er Heidelberg með þessi áform?
Markmið Heidelberg er að verða leiðandi á heimsvísu varðandi sjálfbær byggingarefni. Sementsiðnaðurinn ber ábyrgð á um 8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu. Vegna þessa er það eitt af meginmarkmiðum Heidelberg Materials, að minnka kolefnisfótspor sitt og neikvæð áhrif af sementsframleiðslu. Verkefnið á Íslandi er liður í þeirri áætlun fyrirtækisins að draga verulega úr kolefnislosun í byggingariðnaði og færa þannig mikilvæga atvinnugrein nær sjálfbærri framleiðslu. En steinsteypan sem inniheldur m.a. sement, er okkur nauðsynleg í öll stærri mannvirki. Notkun móbergs í sementsframleiðslu og vinnsla þess með endurnýjanlegri orku á Íslandi myndi draga úr loftslagsáhrifum sementsframleiðslunnar í magni sem fá fordæmi eru fyrir í greininni.