Verður mengun vegna móbergsvinnslunnar? 

Móbergsvinnsla er ekki mengandi í eðli sínu. Móberg er hreint, náttúrulegt efni sem fyrirfinnst í umhverfi bæjarins. Vinnslan sjálf er mölun á því og fer fram í lokuðu rými svo að ekki skapast hætta á foki. Byggingar verksmiðjunnar hafa sjónræn áhrif en að öðru leyti mun starfsemin ekki hafa hljóð- eða lyktarmengun eða önnur neikvæð hliðaráhrif á daglegt líf bæjarbúa, líkt og ítarlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið, sýna. 

Þessi vefsíða notar vafrakökur.