Verður mengun við móbergsvinnslu?
Móberg er hreint, náttúrulegt efni og vinnsla þess í eðli sínu ekki mengandi. Vinnslan fer fram í lokuðu rými svo ekki er hætta á foki en í vinnslunni felst að mala efnið niður í fínni afurð. Byggingar verksmiðjunnar munu hafa sjónræn áhrif en að öðru leyti einskorðast mengun af starfseminni við bíla- og skipaumferð vegna hennar. Enginn titringur eða teljandi hljóð-, lyktar- eða rykmengun fylgir starfseminni samkvæmt ítarlegum rannsóknum sem gerðar hafa verið.