Fréttir

Heidelberg Materials boðar til íbúafundar 23. janúar nk. kl. 20. Aðalerindi þessa íbúafundar er að fara yfir Umhverfimatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar móbergsvinnslu. Þá verður einnig farið yfir skipulagsauglýsingu fyrir svæðið sem til stendur að reisa vinnsluna á og lögð hefur verið fram og samþykkt af Skipulagsnefnd sveitarfélagsins. Fundurinn verður líkt og fyrri fundir í Versölum í […]

Kæru fundargestir. Heidelberg Materials þakkar kærlega fyrir góða mætingu á íbúafundinn sem haldinn var í Versölum, 29. ágúst sl., sem og þær fjölmörgu og góðu spurningar sem fram komu. Það er einlægur vilji fyrirtækisins að eiga í samtali við íbúa Þorlákshafnar og annað nærsamfélag og því mjög þakkarvert að eiga samtöl sem þau sem átt […]

Nýr fundartími íbúafundar, sem Heidelberg Materials ætlar að halda, er þriðjudagurinn 29. ágúst, kl. 20. Fyrri fundi var frestað eftir að ábendingar bárust um að hápunktur sumarleyfa stæði þá yfir og að það drægi úr aðsókn. Tilefni fundarins er að fara yfir stöðuna á áformum fyrirtækisins um að hefja móbergsvinnslu í sveitarfélaginu og framkvæmdir henni […]

Uppfært: Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta fyrirhugugðum íbúafundi til loka ágústmánaðar. Ákvörðunin er tekin til þess að sem flest geti mætt á fundinn. Nákvæm dagsetning verður auglýst um leið og hún liggur fyrir. Fyrri frétt: Íbúafundur 25. júlí kl. 20 Heidelberg Materials boðar til íbúafundar í Versölum, Þorlákshöfn til að fara yfir stöðuna á […]

Heidelberg Materials hefur nú til skoðunar hvort mögulegt og fýsilegt sé að reisa mölunarverksmiðju sem vinnur íslenskt móberg til sementsframleiðslu á athafnasvæði 5 km vestan við Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur þegar fengið úthlutað lóð á iðnaðarsvæði austanmegin í bænum og hafa fyrirætlanir fyrirtækisins hingað til eingöngu miðað að því að verksmiðjan rísi þar. Skipulagning verksmiðjunnar og […]

Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins.

Hér er á þessari slóð er hægt að nálgast þá kynningu sem fram fór á fundinum.

Fyrirtækið hefur nú fengið vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn en að öðru leyti er verkefnið á byrjunarstigi og endanleg ákvörðun um uppbyggingu hefur ekki verið tekin.

Þessi vefsíða notar vafrakökur.