Fréttir

Heidelberg Materials er einn stærsti framleiðandi byggingarefna í heiminum og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Fyrirtækið, sem upphaflega var þýskt, er nú fjölþjóðlegt með starfsemi í mörgum löndum. Það er einnig meirihlutaeigandi í Hornsteini, íslensku eignarhaldsfélagi, sem á og rekur þrjú dótturfélög sem öll eiga sér rótgróna sögu […]

Markmið Heidelberg er að verða leiðandi á heimsvísu varðandi sjálfbær byggingarefni. Sementsiðnaðurinn ber ábyrgð á 6-8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu. Vegna þessa er eitt af meginmarkmiðum Heidelberg Materials að minnka kolefnisfótspor sitt og neikvæð áhrif af sementsframleiðslu. Verkefnið við Þorlákshöfn er liður í áætlun fyrirtækisins að draga verulega úr kolefnislosun í byggingariðnaði og […]

Ástæða þess að Þorlákshöfn varð fyrir valinu eru góð landfræðileg lega, góðir hafnarkostir og að móberg má finna í miklu magni á svæðinu í kringum bæinn, bæði í sjó og á landi. Að auki býr bærinn yfir öflugum innviðum og mannauði og er í örum vexti. 

Áætlað er að kolefnissporið minnki um 20-25%. Segja má að það sé miðlungsmarkmið en stefnt er að enn hærra staðgönguhlutfalli en til þess þarf frekari vöruþróun og innleiðingu nýrra vara. Hvert skref í átt að lægra kolefnisfótspori sementsins er skref í rétta átt. Lækkun um 20-25% er gott skref fram á við og með áframhaldandi […]

Sementsframleiðsla er og verður mikilvæg fyrir nútíma byggingariðnaðinn um ókomin ár. Líklega verður í framtíðinni hægt að nota meira af öðrum efnum í sumum greinum byggingariðnaðarins en sement er algjörlega nauðsynlegt í ýmsum mannvirkjum og verður svo um mörg ókomin ár. 

Móberg, sem er náttúrulegt pozzolan efni (eldfjallaefni), hefur lengi verið notað sem íblöndunarefni í sementsframleiðslu. Efnið er nú þegar hluti af evrópska sementsstaðlinum EN 197-1. 

Fyrst og fremst til áfangastaða í Norður-Evrópu, til Noregs og Svíþjóðar, en mögulega einnig til Belgíu, Hollands, Frakklands, Bretlands og/eða Þýskalands 

Ölfus fær tekjur í gegnum skatta og gjöld af starfseminni auk þess sem verkefnið sem skapar á bilinu 60-80 ný störf auk afleiddra starfa. Það getur leitt til þess að íbúum fjölgi í bænum sem myndi þýða auknr tekjur s.s. í gegnum útsvar. Þá verða íslenska ríkinu að sjálfsögðu greiddir skattar og gjöld eins og lög og reglur […]

Umfram það að skapa bæði aukna atvinnu og atvinnutækifæri og skapa skattskyldar tekjur fyrir sveitarfélagið, mun verkefnið stuðla að aðlaðandi atvinnulífi og uppbyggingu sveitarfélagsins sem og nýrrar hafnar. Heidelberg Materials mun - eins og það hefur alltaf gert - vinna eftir  samfélagsáætlun þar sem fyrirtækið styrkir einstaka íþrótta-, tómstunda- og menningarviðburði sem og ákveðin frumkvöðlaverkefni.   

Heidelberg Materials á Íslandi og Hornsteinn eru systurfyrirtæki sem bæði eru starfrækt á Íslandi. Heidelberg Materials er eini eigandi HPM og meirihlutaeigandi í Hornsteini. Forstjóri Hornsteins, Þorsteinn V., hefur unnið með Heidelberg Materials að verkefninu og verið talsmaður þess á Íslandi. 

Þessi vefsíða notar vafrakökur.