Heidelberg Materials er einn stærsti framleiðandi byggingarefna í heiminum og eru vörur fyrirtækisins notaðar við byggingu húsa, vega og verslunar- og iðnaðarmannvirkja. Fyrirtækið, sem upphaflega var þýskt, er nú fjölþjóðlegt með starfsemi í mörgum löndum. Það er einnig meirihlutaeigandi í Hornsteini, íslensku eignarhaldsfélagi, sem á og rekur þrjú dótturfélög sem öll eiga sér rótgróna sögu […]
Markmið Heidelberg er að verða leiðandi á heimsvísu varðandi sjálfbær byggingarefni. Sementsiðnaðurinn ber ábyrgð á um 8% af kolefnislosun af mannavöldum á heimsvísu. Vegna þessa er það eitt af meginmarkmiðum Heidelberg Materials, að minnka kolefnisfótspor sitt og neikvæð áhrif af sementsframleiðslu. Verkefnið á Íslandi er liður í þeirri áætlun fyrirtækisins að draga verulega úr kolefnislosun […]
Áætlað er að kolefnissporið minnki um 20-25%. Segja má að það sé miðlungsmarkmið en stefnt er að enn hærra staðgönguhlutfalli en til þess þarf frekari vöruþróun og innleiðingu á nýjum vörum. Hvert skref í átt að lægra kolefnisfótspori sementsins er skref í rétta átt. Lækkun um 20-25% er gott skref fram á við og með […]
Sementsframleiðsla er og verður mikilvæg fyrir byggingariðnað nútímans um ókomin ár. Líklega verður í framtíðinni hægt að nota meira af öðrum efnum í sumum greinum byggingariðnaðarins en sement er algjörlega nauðsynlegt í ýmsum mannvirkjum og verður svo um mörg ókomin ár.
Móberg, sem er náttúrulegt pozzolan efni (eldfjallaefni), hefur lengi verið notað sem íblöndunarefni í sementsframleiðslu. Efnið er nú þegar hluti af evrópska sementsstaðlinum EN 197-1.
Fyrst og fremst til áfangastaða í Norður-Evrópu, til Noregs og Svíþjóðar, en mögulega einnig til Belgíu, Hollands, Frakklands, Bretlands og/eða Þýskalands.
Fyrirtækið sem rekið verður hér á landi verður íslenskt, íslenska kennitölu og greiðir skatta og gjöld hér á landi samkvæmt því. Félagið verður hins vegar í eigu Heidelberg Materials sem er alþjóðlegt fyrirtæki með þýskan uppruna.
Ríki og sveitarfélög munu fá tekjur af starfseminni í formi skatta og gjalda, svo sem í gegnum fasteignagjöld og gatnagerðargjöld. Einnig skapar starfsemin fjölmörg störf, bæði bein og óbein, sem geta skapað tekjur fyrir sveitarfélagið í formi útsvars o.fl.
Móberg er hreint, náttúrulegt efni og vinnsla þess í eðli sínu ekki mengandi. Vinnslan fer fram í lokuðu rými svo ekki er hætta á foki en í vinnslunni felst að mala efnið niður í fínni afurð. Byggingar verksmiðjunnar munu hafa sjónræn áhrif en að öðru leyti einskorðast mengun af starfseminni við bíla- og skipaumferð vegna hennar. Enginn […]
Starfseminni fylgja um 80 vel launuð störf, bæði almenn og sérfræðistörf. Þar má nefna störf fyrir rafvirkja, vélfræðinga, verkfræðinga, tæknimenntað fólk og starfsfólk í rekstri tækjabúnaðar auk bílstjóra og áhafna á dæluskip. Þá gera áætlanir ráð fyrir að starfsemin skapi að auki allt að 80 óbein störf sem verða til í nærumhverfinu vegna starfseminnar.