Fréttir

Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um það hvernig efni verður flutt frá námunni til verksmiðjunnar. Nokkrir kostir eru til skoðunar en áform Heidelberg Materials gera ráð fyrir að starfsemin hafi ekki hamlandi áhrif á umferð í Þrengslum eða í nágrenni Þorlákshafnar. 

Móbergsvinnsla er ekki mengandi í eðli sínu. Vinnslan fer fram með mölun efnis sem fyrirfinnst náttúrulega í umhverfi bæjarins. Sjálf vinnslan fer fram í lokuðu rými svo að ekki mun skapast hætta á foki. Byggingar verksmiðjunnar hafa sjónræn áhrif en að öðru leyti mun starfsemin ekki hafa hljóð- eða lyktarmengun eða önnur neikvæð hliðaráhrif á […]

Vegna stærðar verkefnisins fyrir Þorlákshöfn er fyrirséð að verkefnið mun hafa mjög mikil jákvæð efnahagsleg áhrif fyrir bæjarfélagið. Atvinnusköpun og afleidd störf munu auka mjög atvinnumöguleika bæjarbúa og tekjur sveitarfélagsins. Erfitt er að nefna nákvæmar tölur um tekjuaukningu sveitarfélagsins en fyrirséð að útsvarsgreiðslur og önnur gjöld til sveitarfélagsins munu auka tekjur sveitarfélagsins verulega, líklega um […]

Hönnun og bygging verksmiðjunnar ásamt undirbúningi námuvinnslu munu taka um tvö ár ef áætlanir ganga eftir. Áætlað er að vinnsla hefjist árið 2025 en endanleg tímasetning hefur ekki verið staðfest.  

Áætlað er að um 60 – 80 störf verði við verksmiðjuna þegar hún verður komin í fullan rekstur. Störfin eru af ýmsum toga og felast m.a. í stjórn tækja, verkfræði, rafvirkjun og almennri stjórnun. Þá eru ótalin önnur afleidd störf sem skapast vegna kaupa á ýmissi þjónustu sem tengist rekstrinum. 

Fjallað er um umhverfisáhrif vegna flutninga um Þrengslaveg í umhverfismatsskýrslu fyrir efnistöku úr Litla-Sandfelli. Þar eru áhrif flutninganna á öryggi metin óverulega neikvæð. Ársdagsumferð á Þrengslavegi er 1900 ökutæki. Þar um fara í dag þung ökutæki, enda eru stórar námur staðsettar aðliggjandi veginum. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir efnistöku allt að 625.000 m3 á […]

Gert er ráð fyrir að fellið muni hverfa en að það muni gerast á 30-40 árum miðað við núverandi nýtingaráform. Almennt hefur stefna stjórnvalda fremur verið að nýta til fulls einstakar námur en opna sár víða í náttúrunni.

Sjávarnámurnar eru undan Markarfljótsósum og eru á 20-40 metra dýpi. Betra er að blanda saman sjávarefni og landefni til að tryggja stöðugt hráefni allan veturinn en vinnsla sjávarnáma yfir hávetur er erfið sökum veðurs.

Gert er ráð fyrir 1-2 skipum á viku til að sækja efni til útflutnings auk 5-7 ferða smærri skipa við löndun á sjávarefni, á viku.

Þessi vefsíða notar vafrakökur.